Barki ehf. var stofnað snemma árs 1983, í apríl sama ár var verslunin opnuð. Allt frá upphafi hefur verslunin verið á sama stað.
Í áranna rás hefur fyrirtækið vaxið og dafnað ásamt því að vöruúrval hefur aukist jafnt og þétt. Barki hefur nú til umráða yfir 2.500 fermetra af verslunar- og lagerplássi sem er vel nýtt fyrir hið gríðarlega mikla úrval af vörum á lager.
Barki ehf. sérhæfir sig í loft- og vökvabúnaði, svo sem lokum, dælum, mótorum, tjökkum, slöngum, fittings o.fl. Ávallt er til á lager gott úrval af vörum til að þjónusta ýmisskonar iðnað, sjávarútveg og landbúnað.
Eigendur Barka ehf. eru hjónin Kristinn Valdemarsson og Erla Gerður Matthíasdóttir. Þau stofnuðu fyrirtækið ásamt fyrrum meðeigendum, Ólafi Þorsteinssyni og Vilhelmínu Þorsteinsdóttur.
Hjá Barka starfa nú 16 starfsmenn, margir með langan starfsaldur, þar af nokkrir nánast frá uppahafi rekstrar.